Greinar
Hvernig ástin á fegurð bjargar okkur
Tímaritið Hugur 2022
Um bókina Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar eftir Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur „Hvers vegna segjum við „Vá!“ frammi fyrir ægifögru landslagi? Hvað þýðir það? spyr Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands, í ritgerðum sínum um fagurfræði náttúrunnar í samnefndri bók Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar. „Hvernig getum við rætt um slíka upplifun og þar með rökstutt verndun náttúrufegurðar?“ (Hvernig á ástin … PDF)
Heimspeki fyrir alla, konur og karla
Tímaritið Hugur 2021
Grein um bókina Frumgerðir og eftirmyndir eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur. „Fyrir hvern er heimspeki? Er hún einangruð kvenfjandsamleg grein eða getur hún verið fyrir alls konar fólk?“ Svo er spurt á kápu bókarinnar Frumgerðir og eftirmyndir – aðferðir, eiginleikar og femínísk heimspeki eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. (Heimspeki fyrir alla … PDF)
Að sannfæra sjálfan sig og aðra um að sagan sé sönn
Heimildin - Bókmenntahátíð 2023
Spurt er „Hver er þín saga?“ Það skiptir máli hvernig sagan hljómar en líka hvernig við hlustum og eftir hverju við erum að leita í sögunni. Dina Nayeri hjálpar okkur að skilja að við erum stöðugt að laga okkur hvert að öðru, einfaldlega vegna þess að við viljum elska aðra og að aðrir elski okkur. - lesa áfram -
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Heimildin - 2022- bókmenntir
Hér er rýnt í völd og samfélagsgerð, meðal annars út frá skáldsögunni Kjörbúðarkonan eftir japanska höfundinn Sayaka Murata sem varpar ljósi á marglaga valdakerfi og kúgun þess. Hvaða leiðir eru færar andspænis yfirþyrmandi hópþrýstingi gagnvart þeim sem virðast vera á skjön?“ Lesa meira.
Stríðið sem gerði veröldina tvöfalt verri
Heimildin - 2021 - bókmenntir
Skáldsagan Uppljómun í eðalplómutrénu veitir sanna innsýn í Íran-Íraksstríðið og nærir samkennd lesenda gagnvart heimamönnum. Veröld þeirra hættir að vera fjarlæg og verður hluti af heildinni. Stríðið markaði tímamót sem verða ekki afmáð. Lesa meira.
Að hugsa sér grimmilega
refsingu fyrir saklausa von
Heimildin - 2021 - bókmenntir
Alls 25 milljónir einstaklinga eru lokaðir innan landamæra harðstjóra í Norður-Kóreu. Hvers vegna er fólkið ekki frelsað eftir rúmlega sjötíu ára kúgun í landinu? Til eru vitnisburðir og áköll til heimsins um hjálp, meðal annars frá rithöfundinum Bandi í bókinni Sakfelling. Lesa meira.
Að deila heiminum
með öðrum dýrum
Heimildin - 2020 - bókmenntir
Lestur á bókinni Dýralíf sem kom nýlega út sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins vekur margar spurningar og hugleiðingar um samband og umgengni mannverunnar við dýrin og náttúruna alla. Hið sama má segja um skáldsöguna Dýralíf sem Auður Ava Ólafsdóttir hefur skrifað. Lesa meira.
Manneskja sem ekki er litið niður á
Heimildin - 2020 - bókmenntir
Nawal El Saadawi, höfundur bókarinnar Kona í hvarfpunkti, færði svo sterk rök fyrir máli sínu að fangelsið var eini staðurinn sem valdakarlar árið 1981 töldu hæfa henni. Hún hefur unnið mörg afrek í kvenréttindabaráttunni. Lesa meira.
Reiðubúinn til að lifa fyrir listina
Heimildin - 2020 - bókmenntir
Bókin Gamlar konur detta út um glugga – rússneskar örsögur, er ekki aðeins vitnisburður um sálargáfur höfundar heldur áminning um að standa alltaf og ávallt gegn hvers konar birtingarformi á alræði – með ljós kærleika eða kaldhæðni í brjósti. Lesa meira
Þetta er raunveruleikinn, ekki sannleikurinn
Heimildin - 2020 - bókmenntir
Æskuminningar úr stríði af grimmd, áróðri og lygum, oft skrifaðar undir merkjum skáldskapar eru afhjúpandi vitnisburður sem við verðum að læra af. Nýr höfundur hefur bætt áhrifríkri bók í þennan flokk. Hún heitir Litla land og er fyrsta skáldsaga tónlistarmannsins Gaëls Faye. Lesa meira.
Uppbyggileg aðferð
við að segja fréttir
Heimildin - 2017 - fjölmiðlar
Hver er fréttin og hvernig er best að segja hana? Fréttaefni getur verið augljóst en það er alltaf vandasamt að koma því skikkanlega frá sér. Einnig getur undirskipað efni, sem fæstir taka eftir, verið jafnmikilvægt. Lesa meira.
Viskuleit með gagnrýnni og skapandi hugsun*
Visku má leita með ýmsum aðferðum vísinda og fræða, sagna og skáldskapar. Það getur verið tölfræði, rökfræði, athugun, könnun. Það getur falist í því að keyra saman margar breytur, það getur falist í djúpri innsýn skáldsögunnar og það getur falist í því að blanda saman aðferðum fræða og skáldskapar. Lesa meira.
Að skilja kynþáttafordóma
„Við höfum tilhneigingu til að flokka hluti og fólk og stimpla það en vandinn er að þau nöfn sem við gefum hlutunum geta bólgnað út og orðið skotmörk í átökum og þegar ofbeldi er beitt til að ná völdum. Það er því varasamt og í raun óverjandi að láta áróður valdsins og auðmagnsins ráða för í lífi okkar,“ skrifar Gunnar Hersveinn um kynþáttafordóma. Lesa meira
Baráttan um traust
í samfélaginu
Heimildin - 2018 - siðfræði
Við segjumst vilja efla traust í samfélaginu – og stofnanir og stjórnmálaflokkar vinna sífellt í því að bæta trúverðugleika sinn. Barist er um traust, jafnvel þótt það sé hættulegt að togast á um það. Einn hópur vill endurnýja traust til sín en annar brýtur það jafnóðum niður. Hverjum er hægt að treysta? Lesa meira.
Forvitni, efi, sköpun
Að leita visku, undrast og leita fyrir sér á öðrum slóðum en algengt er; hún tengir saman það sem virðist ekki eiga saman. Hún felur í sér að gera tilraunir en endurtaka þær aldrei og niðurstaðan verður því sjaldnast sú sama. Með skapandi hugsun má gera það sem ekki má, endurskapa veruleikann í leit að hamingju. Lesa meira
Er öllu afmörkuð stund?
Skrifað og hugsað um bókina Rúmmálsreikningur I eftir Solvej Balle í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur, útgefandi Benedikt bókaútgáfa, 2023. Þetta er magnað verk sem knúði mig til að hugsa um tímahugtakið, endurminninguna, endurtekninguna og undantekninguna. Lesa meira