Nýr lífsstíl slær í gegn í Svíþjóð

Veruleg aukning er á sölu á óáfengum drykkjum í Svíþjóð, talað er um nýjan lífsstíl, vínlausan lífsstíl.

Systembolaget eða þeirra ÁTVR hefur brugðist við þessari eftirspurn með meira og betra úrvali á áfengislausum drykkjum í Vínbúðunum.

Árið 2000 seldi sænska Vínbúðin 400.155 lítra af óáfengum drykkjum en árið 2023 seldust 3.553.757 lítrar. Það er þriggja milljóna lítra aukning eða 788%. Sjá frétt svt.

Áfengislaus bjór slær met

Carlsberg brugghúsrisinn í Falkenberg hefur slegið met í töppum og sölu á óáfengum bjór og framleiðir níu milljón lítra af áfengislausum bjór. Frétt svt.

Previous
Previous

Ungir Danir sem hafna áfengi

Next
Next

Unga kynslóðin velur vínlaust