Ungir Danir sem hafna áfengi
Viðhorf gagnvart áfengisdrykkju eru að breytast í Danmörku en árið 2020 voru 15 ára danskir unglingar nefndir Evrópumeistarar í drykkjulátum af WHO, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnuninni.
Frederik Ingemann Brandt valdi að æfa sig í vínlausum lífsstíl eftir að hafa ekki sleppt drykk í tíu daga í röð fyrir útskrift í menntaskóla, reyndar hafði hann drukkið stíft án þess að fá athugasemdir um það. Hann ákvað að skrifa leikrit eða einleik um málið og sýna í skólum. Markhópurinn er unglingar í grunnskóla og menntaskóla eða 18 ára og yngri.
Setur tvífara sinn á svið
Brandt sýnir á sér tvær hliðar í leikritinu, óttalausa töffarann sem vill drekka og strákinn sem vill vera laus við áfengið. Brandt vill fá viðbrögð áhorfenda og opnar fyrir umræður eftir sýninguna. Áhorfendur eru áhugasamir, spyrja og deila hugleiðingum sínum, ein sagði: „Ég er vön því að fólk reyni að þröngva drykkjum upp á mig.“
Einleikurinn „Síðasti bjórinn minn“ er gagnrýni á hvernig æska og áfengi hafa verið tengd saman í Danmörku og gerð að „eðlilegum” þætti í því að komast í „fullorðinna manna tölu“ eins og sagt er.
Áfengisiðnaðurinn gerir allt til að fá viðskiptavini sína til að neyta áfengis, hvar sem er og hvenær sem er, en unga kynslóðin hefur nú veitt mótspyrnu og er forvitin um vínlausan lífsstíl #sobercurios
Frederik Ingemann Brandt hefur náð tökum á tvífara sínum og hugsar sig nú tvisvar um áður en hann þiggur bjór. „Það er léttara en áður að velja gos heldur en bjór,“ segir hann „en í menntaskóla átti alltaf að velja bjórinn“. Hann breytti í um lífsstíl árið 2020 og hefur tekist að losna undan hinum félagslega þrýstingi sem viðgengst þegar áfengi er annars vegar, einnig með því að tala um það og bjóða upp á samræður.
Góðum fyrirmyndum fjölgar
Góðum fyrirmyndum unga fólksins, sem velja vínlausan lífsstíl, hefur fjölgað í Danmörku. Nefna má Ane Cortzen arkitekt, Maya Tekeli blaðamann og Julia Lahme sem segir að iðulega þegar hún afþakki áfengi í boðum sé hún spurð: „Ertu veik?“, „Ertu á sýklalyfjum?“ Hún hefur ekki bragðað áfengi í eitt ár og segir að það þurfi ákveðna staðfestu til að geta hafnað linnulausum tilboðunum um drykk. Hún vildi rannsaka hver hún sjálf eiginlega væri án áfengis, þess vegna hætti hún.
Að það getni bitnað á fólki að drekka ekki áfengi, það verði útundan, ekki boðið í partí og verði fyrir fordómum, sýnir ljóslega og sannar að vínmenningin í samfélaginu er djúpt félagslegt vandamál, segir Maya Tekeli.
Þetta blogg byggir á DR.DK frétt frá 9. apríl 2024